Trappa
Trappa var stofnuð árið 2014 af Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur og Tinnu Sigurðardóttur. Frá upphafi hefur markmið Tröppu verið að auka aðgengi að þjónustu fyrir börn og voru fyrstu skjólstæðingar Tröppu börn í Vesturbyggð. Í fyrstu var boðið upp á talþjálfun, námsráðgjöf og sálfræðiþjónustu. Smátt og smátt urðu sveitarfélögin fleiri sem vildu nýta sér þjónustuna og eru í dag 12 talsins, vítt og breitt um landið.
Með tilkomu Tröppu hefur orðið bylting í aðgengi að þjónustu talmeinafræðinga og annarra sérfræðinga við landsbyggðina. Talþjálfun fer ýmist fram inn í leikskólum, skólum eða heimilum barna og hefur reynslan sýnt að yfirfærsla þekkingar er mjög mikil. Þannig hafa starfsmenn leik- og grunnskóla og foreldrar lært mikið af því að sitja tíma með talmeinafræðingi.
Árið 2023 fór Trappa af stað með rafrænt sérfræðitorg til að mæta enn frekari kröfum um sérfræðiaðstoð til handa börnum, foreldrum og fagaðilum. Á sérfræðtorginu eru nú margir fagaðilar með fjölbreytta sérfræðiþekkingu, til að mynda sálfræðingar, kennarar, lestrarsérfræðingar, talmeinafræðingar og hegðunarráðgjafar. Með tilkomu sérfræðitorgsins geta foreldrar, fagaðilar og opinberir aðilar leitað ráðgjafar fagaðila varðandi einstök málefni barna með skömmum fyrirvara.
Trappa þjónusta ehf. - Skipholt 25, 2. hæð - kt. 690915-0300 - trappa@trappa.is - s. 555-6363