Hjá Tröppu starfa talmeinafræðingar sem hafa sérhæft sig í tal - og raddmeinum. Talþjálfun hjá Tröppu fer ýmist fram á stofunni í Skipholti eða í gegnum netið. Talmeinafræðingar Tröppu eru frumkvöðlar í að veita fjartalþjálfun og hafa mikla reynslu á því sviði. Talmeinafræðingar Tröppu bjóða upp á námskeið, fræðslu og fyrirlestra um málþroska, málþroskaröskun og málörvun fyrir foreldra og fagfólk.
Þótt börn séu stærsti hluti skjólstæðinga okkar tökum við líka að okkur mál fullorðinna í einhverjum tilvikum.
Hægt er að bóka ráðgjöf hjá talmeinafræðingi í gegnum Sérfræðitorg Tröppu eða skrá barn á biðlista.
Talþjálfun er niðurgreidd af Sjúkratryggingum Íslands að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Trappa þjónusta ehf. - Skipholt 25, 2. hæð - kt. 690915-0300 - trappa@trappa.is - s. 555-6363