Trappa bætir aðgengi að sérfræðiþjónustu á öruggan og skilvirkan hátt

Stuðningur og

ráðgjöf fyrir börn

Trappa býður upp á meðferð og stuðning í gegnum netið fyrir börn

og ráðgjöf fyrir aðstaðdendur og starfsmenn skóla.

Trappa þjónustar sveitarfélög og foreldra víðs vegar um landið.

 

Markmið Tröppu er að auka aðgengi að stuðningi

og ráðgjöf fagfólks við börn.

Hvernig bóka ég ráðgjöf eða þjónustu?

1
Smelltu hér til að skoða og kynna þér betur þá sérfræðinga sem eru í boði í skólaþjónustu á þjónustutorgi Tröppu.
Ef þú ert með spurningar eða vantar að hitta einhvern sem við bjóðum ekki í dag máttu endilega senda okkur línu á trappa@trappa.is
2
Á síðunni eru ólíkir sérfræðingar með ólíka þekkingu og bakgrunn sem henta ólíkum viðfangsefnum.

Stuðningstorg Tröppu mun vaxa áfram og dafna með fleiri sérfræðingum
Kynntu þér vel hvaða sérfræðingur hentar.
3
Bókaðu næsta tíma sem hentar þér.

Skoðaðu vel hvort sérfræðingarnir bjóði upp á stað-eða fjarfund og hvort þjónustan þeirra henti bara forráðamönnum eða sérfræðingum í skólum eða hvort barnið eigi að vera með.

Sérfræðingur verður mögulega í sambandi við þig um nánari upplýsingar.
4
Þegar þú hefur valið sérfræðing og tíma færistu sjálfkrafa í öruggt umhverfi í hugbúnaði sem heitir Kara Connect.

Þar skráir þú þig inn með rafrænum skilríkjum og eignast öruggt svæði til að eiga samskipti við sérfræðinginn.
Ef þú lendir í tæknilegum erfiðleikum þá mælum við með því að nýta spjallblöðruna á síðunni.

Skólaþjónusta fyrir sveitarfélög

og skóla

Skólar eru í auknu magni í áskrift af þjónustu sérfræðinga. Ef þú vilt vita meira hafðu samband á netfanginu trappa@trappa.is

Ef þú ert að vinna með barni sem á að mæta í tíma hjá talmeinafræðingi eða öðrum sérfræðingi smelltu þá á Innskráning í tíma.

Skólaþjónusta Tröppu:


< ÞJÓNUSTUTORG >


Starfsmenn Tröppu:

Tinna Sigurðardóttir

Stofnandi Tröppu og þróunarstjóri

Halldís Ólafsdóttir

talmeinafræðingur

Sædís Dúadóttir Landmark

aðstoðarmaður talmeinafræðings

(í fæðingarorlofi)



Trappa þjónusta ehf. – Skipholt 25, 2. hæð – kt. 690915-0300 – s. 555-6363