Fjarþjálfun fyrir börn og fullorðna

Trappa býður upp á talþjálfun í gegnum netið fyrir börn og fullorðna. Trappa þjónustar sveitarfélög víðs vegar um landið. Allir geta nýtt sér talmeinaþjónustu í gegnum fjarbúnað ungir sem aldnir. Börn víðsvegar um landið og á höfuðborgarsvæðinu njóta þjónustu talmeinafræðinga Tröppu. Það er óumdeilanlega mikill kostur að geta fengið reglubundna talþjálfun í gegnum netið óháð búsetu í öruggu netumhverfi Köruconnect

Skólaþjónusta og sérfræðiráðgjöf

Trappa ráðgjöf er flutt í Ásgarð – Trappa ráðgjöf er að skipta um nafn og færa sig alfarið yfir í Ásgarð. Fylgist með okkur þar www.ais.is – Starfsemin hefur ekkert breyst áfram bjóðum við upp á fjölbreytta ráðgjöf fyrir skóla og stofnanir af öllu tagi. Faglegur stuðningur við fræðsluaðila, skólastjóra, kennara og foreldra. Skólaskrifstofa til leigu við útfærslu á lögbundnu skólastarfi, alhliða lausnir þar sem tæknin er höfð að leiðarljósi við að byggja undir einstaklingsmiðað nám, sérþekking á fjarkennsluverkefnum á grunnskólastigi og margt fleira. 

Námskeið, kennsla og fyrirlestrar

Sérfræðingar Tröppu bjóða upp á fjölbreytt námskeið, fyrirlestra fyrir foreldra, ummönnunaraðila og kennara.

Námskeið Tröppu ráðgjafar færast yfir í Ásgarð – www.ais.is – en þar eru í boð fjölbreytt námskeið fyrir kennara, stjórnendur og sveitarstjórnarfólk – ásamt Íslenskuþjálfaranum – íslenska fyrir útlendinga.

Við hjá Tröppu sérhæfum okkur í að nýta tæknina til þess að aðlaga alhliða þjónustu og sérfræði ráðgjöf í menntakerfinu að nýjum veruleika. Framþróun og breytingar í menntamálum kalla á mikla endurskoðun á starfsháttum þeirra sem starfa við uppeldi og menntun. Við hjá Tröppu erum tilbúin til að varða leiðina með nemendum, foreldrum, skólum, sveitarfélölgum, fyrirtækjum og stofnunum.

Trappa þjálfun; framkvæmdarstjóri Tinna Sigurðardóttir tinna@trappa.is
Ásgarður (áður Trappa ráðgjöf) ; framkvæmdarstjóri Kristrún Lind Birgisdóttir kristrun@ais.is sími 8999063

Kara – tengir þig við rétta sérfræðinginn

Ráðgjafar og starfsmenn Tröppu ráðgjafar og Tröppu þjónustu eru stoltir notendur Köru. Kara tengir þig við rétta sérfræðinginn.

userHome