Talþjálfun fyrir börn og fullorðna

Fyrir hvern er Trappa?

 • Trappa er fyrir foreldra sem þurfa stuðning vegna barna sinna
 • Trappa er fyrir sveitarfélög sem vilja bjóða upp á sérfræðiþjónustu á hagkvæman hátt.
 • Trappa er fyrir einstaklinga sem þurfa aðstoð vegna veikinda, áfalla eða annars.
 • Trappa er fyrir sérfræðinga sem þurfa handleiðslu.

Hvernig skrái ég mig?

Skráningarferli er einfalt og fljótlegt. Við höfum samband við fyrsta tækifæri eftir að skráning fer fram. Skráning fer fram hér.

Hver borgar fyrir talþjálfun?

Talþjálfun er greidd af Sjúkratryggingum Íslands í þeim tilfellum þar sem skjólstæðingur fellur undir viðmið þar um. Sjá nánar hér.

Sveitarfélögum ber að greiða fyrir talþjálfun barna sem ekki falla undir þau viðmið – sjá nánar hér.

Fyrir fjarþjálfun er innheimt tengigjald fyrir hvern tíma.

Þarf ég að bíða lengi eftir þjónustu?

Við kappkostum við að mæta þörfum skjólstæðinga sem fyrst. Biðtími er breytilegur. Við bendum á að sumir sérfræðingar okkar bjóða upp á beinar tímabókanir á netinu í gegnum Köru.

Hvaða búnað þarf ég?

Við leggjum áherslu á lágmarksbúnað hjá notendum. Nýleg tölva og stöðug nettenging í vegg duga.

 • Er afskaplega ánægð með samskiptin og þjónustan mjög góð. Frábært að hafa þennan möguleika.

  Úr þjónustukönnun 2017
 • Handhægt, þægilegt og áhrifamikið.

  Úr þjónustukönnun 2017
 • Helstu kostir eru að barnið mitt fær aðstoð fagmanneskju sem það fengi annars ekki. Færð, veður og vegalengd hefur ekki áhrif á þjónustu sem er gífurlegur kostur. Skemmtileg verkefni.

  Úr þjónustukönnun 2017
 • Talþjálfun er það erfiðasta sem ég geri. Eftir að ég byrjaði hjá talkennaranum hjá Tröppu hefur allt orðið auðveldara og framfarirnar sem ég þráði komu og eru enn að koma. Talkennarinn sem ég lenti hjá er svo skemmtileg og hefur mikla reynslu og þekkingu til að laða fram það besta hjá mér. Það sem áður olli mér kvíða er nú eitt það skemmtilegasta sem ég geri.

  Katrín
 • Lærum heilmikið og hægt að halda áfram með vinnuna á leikskólanum og lítið rask fyrir barnið eru helstu kostir.

  Úr þjónustukönnun 2018

Tinna Sigurðardóttir Talmeinafræðingur

Tinna útskrifaðist sem talmeinafræðingur frá Háskóla Íslands árið 2012. Síðan þá hefur hún starfað hjá sveitarfélögum og á stofu við greiningar, ráðgjöf og meðferð. Síðan 2015 hefur Tinna verið í fullu starfi sem yfirtalmeinafræðingur hjá Tröppu þjónustu. Sérsvið Tinnu er m.a. málþroski og málþroskaraskanir barna og unglinga en auk þess hefur Tinna mikla reynslu af

Helga Hilmarsdóttir Talmeinafræðingur

Helga Hilmarsdóttir lauk M.A. prófi í talmeinafræði árið 2016. Ritgerðin hennar fjallar um orðaforðakennslu tvítyngdra barna. Helga lauk B.A. prófi í ensku frá Háskóla Íslands árið 2010. Helga sinnir nú leik- og grunnskólabörnum víðs vegar um landið. 

Bryndís Guðmundsdóttir Talmeinafræðingur

Bryndís er með MSc-SLT próf frá Reading University 2005. Hún starfaði á Landspítala Háskólasjúkrahúsi frá 2005 – 2016 og hóf störf hjá Tröppu þjónustu árið 2016. Bryndís hefur mikla reynslu af því að vinna með málstol, og mál- og kyngingartregðu sem fylgja taugasjúkdómum og heilaáföllum. Bryndís hefur sérþekkingu á kyngingarörðugleikum hjá fullorðnum og börnum. Bryndís

kristrunlindTalþjálfun fyrir börn og fullorðna