fbpx

Tékklisti skóla og leikskóla

Innskráning barns

✓ Áður en talþjálfun getur hafist þarf að skrá barn inn og stofna aðgang fyrir barnið. Það er gert hér: https://trappa.is/ og smella á “sækja um þjónustu”. Þá opnast gluggi og þar þarf að fylgja öllum skrefum til að ljúka skráningu.

✓ Innskráning er háð netfangi sem verður að vera tengt foreldrum eða sérstaklega búið til fyrir barnið. Netfangið má ekki vera til nú þegar í kerfinu - til dæmis ekki nota sama netfang og systkini osfrv.

✓ Hægt er að fá boð inn í kerfið ef talmeinafræðingur fær upplýsingar um netfang og nafn skjólstæðings.

✓ Athugið að aðeins eitt barn getur verið skráð á sama netfang.

Að fara í tíma

✓ Opna síðuna www.karaconnect.com

✓ Smella á “innskrá”

✓ Logga netfang og lykilorð inn

✓ Opna fundinn. Ganga úr skugga um að hljóð og mynd virki áður en barnið er sótt (sérstaklega í fyrsta sinn)

✓ Ef vandamál með hljóð eða mynd - tala við tækniaðstoð í bláu spjallblöðunni niðri í hægra horni (Intercom blaðra)

Ef upp koma vandamál

Mörg vandamál er hægt að leysa með eftirfarandi:

✓ Endurræsa og uppfæra tölvu reglulega

✓ Fara út úr tíma og inn í hann aftur

✓ Logga sig út og inn aftur

✓ Prófa að logga sig inn í öðrum vafra (Mozilla Firefox, Edge)

✓ Kanna hraða nets á vefsíðunni www.speedtest.net

Nauðsynlegur búnaður

✓ Tölva með myndavél innbyggðri eða áfastri

✓ Heyrnartól með hljóðnema

✓ Nýlegt stýrikerfi

Nettenging        ✓ Tölvan verður að vera beintengd í húsnet ef kostur er

Stóll                     ✓ Verður að vera hækkanlegur og færanlegur

Lýsing                  ✓ Verður að vera stillanleg, færanleg, t.d. lampi sem hægt er að stilla í  samræmi við hæð barns

Heyrnartól        ✓ Eftir atvikum

Dagatal               ✓ Fyrirsjáanlegt dagatal yfir skólaárið verður að vera til staðar.

                       ✓ Æskilegt er að búið sé að raða skjólstæðingum viðkomandi skóla a.mk. 3 mánuði fram í tímann og gera ráðstafanir varðandi frídaga, starfsdaga og aðrar fyrirsjáanlegar breytingar á skólastarfi skv. dagatali.

Með þessu fæst best nýting á talmeinafræðingi til hagsbóta fyrir alla aðila.

 

Hlutverk aðstoðarmanns í tíma (fjarstoð)

 

Í talþjálfun er unnið með margvísleg verkefni sem miða að því að bæta málþroska, framburð eða annað sem meðhöndlað er í talþjálfun. Aðstoðarmaður í tíma er sá sem aðstoðar skjólstæðinginn í tímum.

Leiðbeiningar um hlutverk aðstoðarmanns:

✓ Heilsar talmeinafræðingi í upphafi tímans svo talmeinafræðingur viti hver er með barninu í það skipti.

✓ Aðstoðar barnið við að einbeita sér að verkefum sé þess þörf.

✓ Góð regla er að gefa barninu tíma til að svara eða bregðast við verkefnum.

✓ Ekki gefa barninu svarið strax.

✓ Barnið græðir mest á að aðstoðarmaðurinn sé virkur í tímanum.

✓ Ekki hika við að spyrja talmeinafræðinginn á meðan á tímanum stendur.

✓ Ef aðstoðarmaður þarf að fara frá barninu - þarf að láta talmeinafræðing vita að barnið sé eitt.

Forföll

Aðilar skulu tilkynna um leið og unnt er ef forföll verða, t.d. ef forföll verða vegna manneklu. Sé tilkynnt um forföll í tímanum sjálfum eða rétt fyrir tímann er innheimt fullt gjald fyrir tímann.

Foreldrar bera ábyrgð á að láta skóla eða talmeinafræðing vita ef barnið mun ekki mæta í tímann. Símanúmer Tröppu er 555 63 63.

Æskilegt er að forföll séu tilkynnt með a.m.k. sólarhringsfyrirvara.

Ef við á skal nýta plássið fyrir annað barn í leikskólanum.

Sé barn ekki mætt í talþjálfun og skóli ekki getur ekki nýtt plássið fyrir annan nemanda er innheimt forfallagjald.Trappa þjónusta ehf. - Skipholt 25, 2. hæð - kt. 690915-0300 - s. 555-6363