Skipulag og mótun nútíma náms

Mótun stefnu og framkvæmd

Margir skólar og sveitarfélög standa frami fyrir því að endurskoða skólastefnu sínar. Trappa býður upp á aðtoð við að skilgreina og koma í framkvæmd framtíðarsýn skóla sem byggir á gildandi menntastefnu yfirvalda. Að undirbúa nemendur og starfsfólk undir líf og starf í breyttum heimi krefst breytinga á kennsluháttum og vinnulagi. Við sérhæfum okkur í að endurskoðaðri skólastefnu fylgi framkvæmdaáætlun um innleiðingu og eftirfylgni. Við reynum eftir fremsta megni að nýta tæknina til að auðvelda vinnuna og spara ferðalög. Við teljum að mikilvægt sé að greina stöðuna vandlega og koma auga á tækifæri til að gera einfaldar breytingar í takt við tímann.

Skólaskrifstofa til leigu 

Trappa ráðgjöf býður upp á fjölbreyttar lausnir á stórum og litlum verkefnum sem skólastjórar, millistjórnendur, skólaskrifstofur, fræðslustjórar sinna gjarnan og eiga rétt á stuðningi við samkvæmt reglugerð leik- og grunnskóla um sérfræðiþjónustu. Frábær leið til þess að létta álagi af stjórnendum vegna verkefna sem krefjast góðrar fagþekkingar en taka tíma frá mikilvægari daglegum verkefnum. Hentar stórum og litlum stofnunum, skólum og sveitarfélögum fyrir stærri og minni verkefni til lengri eða skemmri tíma. Við greinum stöðuna með þér og gerum verðtilboð. Við nýtum fjarfundaformið eins og kostur er og getum með stolti boðið upp á þjónustu hvert á land sem er.

Fjarkennsla á grunnskólastigi

Ráðgjafar Tröppu hafa sérþekkingu á fjarkennslu á grunnskólastigi. Við bjóðum upp á ráðgjöf við útfærslu á fjarkennsluverkefnum, stuðning og kennsluráðgjöf við kennara, skólastjórnendur og fræðslunefndir. Möguleikarnir eru óendanlegir. Með tækninni gefst einstakt tækfæri til þess að koma sérþekkingu til nemenda í minnstu grunnskólum landsins og byggja á styrkleikum hvers og eins með því að leggja einstaklingsmiðaða náms- og kennsluhætti til grundvallar. Sveitarfélög geta byrjað að hafa samband vegna kennslu fyrir skólaárið 2018-2019.

Ráðgjafar Tröppu

Björk Pálmadóttir Kennari og ráðgjafi

Björk Pálmadóttir  lauk grunnskólaprófi, B.Ed. frá HÍ 1993 og framhaldsnámi fyrir enskukennara frá háskólanum í Newcastle Englandi 2002. Meistaranámi í kennslufræði erlendra tungumála lauk ég 2015 frá Hí. Björk hefur kennt ýmsar greinar, mest í grunnskóla, en einnig á framhaldsskólastigi. Helsu greinar eru enska, náttúrufræði og svo aðrar násmgreinar í minna mæli. Björk sérhæfir sig fjarkennslu og

Nanna Christiansen Ráðgjafi

Nanna hefur starfað sem grunnskólakennari í meira en 20 ár. Verkefnastjóri á skóla-og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Gestakennari og stundakennari við Kennaraháskóla Íslands / Menntavísindasvið HÍ. Námskeið og erindi fyrir starfandi kennara og foreldra. Nanna sérhæfir sig í námskeiðum fyrir kennara í leiðsagnarmati, heldur fjarfyrirlestra og leiðsegir kennurum um innleiðingu leiðsagnarmats. Hafa samband: nanna@trappa.is

Petra Garðarsdóttir Ráðgjafi og kennari

Petra hefur áratuga reynslu af starfi með börnum og unglingum með alvarleg hegðunarfrávik. Hún er með framhaldsmenntun i fjölskyldu- og frásagnameðfer og Listmeðferðanámi. Petra ráðgefur foreldrum, kennurum, leik- og grunnskólastjórum um áætlanir og skipulag barna með hegðunarfrávik og fylgir eftir framkæmdinni. Petra tekur jafnframt að sér að leiðbeina börnum sem eru að læra dönsku.  Við

Erla Björk Sveinbjörnsdóttir Sérkennsluráðgjafi

Erla Björk Sveinbjörnsdóttir er með meistaragráðu í sérkennslufræðum frá Háskóla Íslands. Hún lauk grunnámi í iðjuþjálfun í Danmörku og B.Sc. gráðu frá Háskólanum á Akureyri. Auk þess lauk hún diplómanámi í Opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Erla hefur víðtæka reynslu af vinnu með börnum og fjölskyldum innan heilbrigðis- og menntakerfis. Aðal áhersla hennar hefur verið

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Ráðgjafi

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson er með meistarapróf í menntunarfræðum með áherslu á stjórnun frá Háskólanum á Akureyri og B.A. próf í mannfræði frá Háskóla Íslands. Gunnþór vann sem forfallakennari í Lundarskóla á Akureyri og var í fyrsta kennarahópi Naustaskóla á Akureyri þar sem hann var umsjónarkennari í 2.-3.b, 4.-5.b og 6.-7.b auk kennslu í heimilisfræði og upplýsingatækni.

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Ráðgjafi

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir er með meistarapróf í námssálfræði og hefur mikla reynslu af kennslu, stefnumótun og þróun náms. Hún kenndi í Háskólanum í Reykjavík og Háskóla Íslands, var ráðgjafi menntamálaráðherra og borgarfulltrúi í Reykjavík. Þorbjörg þekkir vel lög og námskrár allra skólastiga og innleiðir breytingar með því að einfalda og skýra, helst með tæknilegum lausnum

Kristrún Lind Birgisdóttir Framkvæmdastjóri

Kristrún Lind Birgisdóttir er með meistaragráðu í menntunarfræðum frá Kennaraháskóla Íslands með áherslu á kennsluaðferðir og stjórnun menntastofnana. Hún hefur víðtæka reynslu af stjórnun og kennslu í stórum og litlum grunnskólum. Kristrún leitast við að innleiða hagnýtar breytingar sem auðvelt er að viðhalda og varða m.a. kennsluaðferðir, námsmat, námskrár og sjálfsmat. Hún hefur starfað í

Elín Elísabet Magnúsdóttir

Elín lauk B.Ed prófi í grunnskólakennarafræðum frá Kennaraháskóla Íslands árið 1986 með stærðfræði og landafræði sem sérsvið. Elín sinnir ráðgjöf til kennara og skólastjóra og hefur sérstakan áhuga á fjölbreyttum útfærslum í stærðfræðinámi og kennslu. Einnig lauk hún Dipl.Ed prófi í uppeldis- og menntunarfræðum með áherslu á nám og kennslu ungra barna árið 2003. Hún

kristrunlindSkipulag og mótun nútíma náms