Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson er með meistarapróf í menntunarfræðum með áherslu á stjórnun frá Háskólanum á Akureyri og B.A. próf í mannfræði frá Háskóla Íslands. Gunnþór vann sem forfallakennari í Lundarskóla á Akureyri og var í fyrsta kennarahópi Naustaskóla á Akureyri þar sem hann var umsjónarkennari í 2.-3.b, 4.-5.b og 6.-7.b auk kennslu í heimilisfræði og upplýsingatækni. Gunnþór tók við nýju starfi skólastjóra leik- og grunnskólans Árskógarskóla í Dalvíkurbyggð árið 2012 og hefur stýrt mótun skólans sem skóla tveggja skólastiga í 6 ár. Gunnþór hefur því mikla reynslu í áætlanagerð, námskrárgerð og samþættingu tveggja skólastiga hvað varðar lög og aðalnámskrár. Gunnþór hefur verið sveitarstjórnarfulltrúi og formaður byggðarráðs í Dalvíkurbyggð kjörtímabilið 2014-2018 og hefur því reynslu af stjórnsýslunni.

 

Hafa samband: gunnthor@trappa.is

kristrunlindGunnþór Eyfjörð Gunnþórsson