Elín Elísabet Magnúsdóttir

Elín lauk B.Ed prófi í grunnskólakennarafræðum frá Kennaraháskóla Íslands árið 1986 með stærðfræði og landafræði sem sérsvið. Elín sinnir ráðgjöf til kennara og skólastjóra og hefur sérstakan áhuga á fjölbreyttum útfærslum í stærðfræðinámi og kennslu. Einnig lauk hún Dipl.Ed prófi í uppeldis- og menntunarfræðum með áherslu á nám og kennslu ungra barna árið 2003. Hún hefur jafnframt tekið fjölda námskeiða sem meðal annars lúta að leiðsögn nýliða í kennslu, félags- og tilfinningaþroska barna, umhverfismenntun, læsi, stærðfræði og þjóðfræði. Elín vann við kennslu og stjórnun í grunnskóla frá 1986 – 2017 og hefur víðtæka reynslu af samstarfi innan skólakerfisins. Hún hefur fengist við kennslu allra aldursstiga innan grunnskólans en mesta sérhæfing hennar er á sviði kennslu yngstu barna grunnskólans. Áherslusvið: Umhverfismennt, læsi, stærðfræði, námskrárgerð, þverfaglegar kennsluáætlanir og mat á skólastarfi.

kristrunlindElín Elísabet Magnúsdóttir