Talþjálfun fyrir börn og fullorðna

Skráning í þjónustu

Skráning í talþjálfun og hjá starfsmönnum Tröppu þjónustu fer fram hér. Oftast þegar grunur vaknar um vandamál eru fyrstu skrefin að leggja fyrir skimanir. Þær skimanir sem oft er stuðst við eru t.d. Hljóm, Tras, Íslenski þroskalistinn og Efi-2. Að loknum skimunum er vísað í frekara mat talmeinafræðings eða annars viðeigandi sérfræðings. Greining er ekki forsenda þjónustu- allir geta sótt um.  Skráningarferli er einfalt og fljótlegt. Við höfum samband við fyrsta tækifæri eftir að skráning fer fram.

Hvernig fer talþjálfun fram í gegnum netið?

Ráðgjafar og starfsmenn Tröppu ráðgjafar og Tröppu þjónustu eru stoltir notendur Köru sem er örugg leið til þess að veita sérfræðiþjónustu í gegnum netið. Skjólstæðingar okkar eru börn og fullorðnir einstaklingar með tal og málmein. 

Trappa gerir samninga um reglubundna þjónustu við sveitarfélög og hafa skjólstæðingar innan þeirra sveitarfélaga forgang um þjónustu. Talþjálfun nemenda á leik- og grunnskólaaldri fer fram á skólatíma innan veggja skólans/leikskólans eða heima hjá viðkomandi. Barn ásamt stuðningsaðila eða foreldri skráir sig inn í forritið og fundur opnast. Einfaldara getur það ekki verið. 

Talmeinafræðingarnir okkar veita skólum og sveitarfélögum sérfræðiráðgjöf og halda námskeið og fyrirlestra fyrir fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir. 

Hver borgar fyrir talþjálfun?

Talþjálfun er greidd af Sjúkratryggingum Íslands í þeim tilfellum þar sem skjólstæðingur fellur undir viðmið þar um. Sjá nánar hér. Sveitarfélögum ber að greiða fyrir talþjálfun barna sem ekki falla undir þau viðmið – sjá nánar hér.

Verð fyrir 30 mínútna talþjálfun/ráðgjöf er kr. 9000. Sé talþjálfun niðurgreidd af Sjúkratryggingum Íslands er hún ávallt ókeypis fyrir börn en verð fyrir hvern tíma er misjafnt þegar fullorðnir eiga í hlut. Fyrir hvern fjarfund reiknast tengigjald kr. 1749.- 

Þarf ég að bíða lengi eftir þjónustu?

Við kappkostum við að mæta þörfum skjólstæðinga sem fyrst. Biðtími er breytilegur. Við bendum á að sumir sérfræðingar okkar bjóða upp á beinar tímabókanir á netinu í gegnum Köru. Hafði samband við okkur í gegnum tölvupóst fyrir fyrirspurnir trappa@trappa.is

Hvaða búnað þarf ég?

Til að geta veitt góða þjónustu í gegnum netið þarf nettengingin að vera góð, myndavélin og hljóðnemi í lagi. Gott er að ganga úr skugga um að myndavél og hljóðnemi virki áður en hafist er handa. Flestar tölvur bjóða upp á að prófa hvort myndavél og hljóðnemi virki með einföldum hætti, fáðu hjálp, það sparar tíma! Ekki er gerð krafa um rafræn skilríki þegar börn eiga í hlut heldur er innskráning með netfangi og lykilorði sem staðfest er í gegnum sms. Aðeins er hægt að skrá einn skjólstæðing á hvert netfang.

 • Er afskaplega ánægð með samskiptin og þjónustan mjög góð. Frábært að hafa þennan möguleika.

  Úr þjónustukönnun 2017
 • Handhægt, þægilegt og áhrifamikið.

  Úr þjónustukönnun 2017
 • Helstu kostir eru að barnið mitt fær aðstoð fagmanneskju sem það fengi annars ekki. Færð, veður og vegalengd hefur ekki áhrif á þjónustu sem er gífurlegur kostur. Skemmtileg verkefni.

  Úr þjónustukönnun 2017
 • Talþjálfun er það erfiðasta sem ég geri. Eftir að ég byrjaði hjá talkennaranum hjá Tröppu hefur allt orðið auðveldara og framfarirnar sem ég þráði komu og eru enn að koma. Talkennarinn sem ég lenti hjá er svo skemmtileg og hefur mikla reynslu og þekkingu til að laða fram það besta hjá mér. Það sem áður olli mér kvíða er nú eitt það skemmtilegasta sem ég geri.

  Katrín
 • Lærum heilmikið og hægt að halda áfram með vinnuna á leikskólanum og lítið rask fyrir barnið eru helstu kostir.

  Úr þjónustukönnun 2018
kristrunlindTalþjálfun fyrir börn og fullorðna