Kennsluáætlanir fyrir kennara

Hér birtist safn af kennsluáætlunum sem hafa verið útbúnar af ráðgjöfum Tröppu, flestar að beiðni kennara sem við erum að vinna með við kennsluráðgjöf. Mikilvægasta og eitt það mest gefandi viðfangsefni okkar er að fá að aðstoða kennara við að framkvæma einstaklingsmiðað nám í kennslustofunni – og að takast á við þá breidd sem er að finna í öllum nemendahópum landsins. Allt efni sem hér birtist má nýta að vild – prjóna við og betrumbæta. Ef einhver lumar á góðri áætlun sem við getum bætt við hér og þið haldið að eigi erindi til annarra kennara – endilega sendið okkur línu og við bætum þeim í sarpinn. Markmiðið er að hér verði ríkulegt safn af áætlunum sem auðveldi kennurum landsins að bjóða upp á framúrskarandi, skemmtilegt og gefandi skólastarf.

Við leggjum okkur fram um að kennsluáætlanirnar okkar byggi kyrfilega á grunnþáttum aðalnámskrár grunnskóla og að þær falli að matstæki Gerðar G. Óskarsdóttur um einstaklingsmiðað nám. Ennfremur að áætanirnar séu greinargóðar og þar séu nýttar fjölbreyttar og skapandi kennsluaðferðir og námsmat. Þar er ávallt sérstök áhersla á lykilhæfni og viðmið höfð að leiðarljósi.

Allar áætlanirnar er auðvelt að færa upp eða niður um stig, skipta um þema eða breyta áherslum og bæta við greinum til að samþætta.

Yngsta stig

Landnámið; grunnþáttur læsi – samfélagsfræði og íslenska.

Heimurinn batnadi fer; grunnþáttur jafnrétti – samfélagsfræði og íslenska.

Miðstig

Myglaðar miðaldir; grunnþáttur lýðræði og mannréttindi – samfélagsfræði, UT og íslenska.

Unglingastig

Stríð og friður; síðari heimsstyrjöldin; grunnþáttur sköpun – samfélagsfræði og íslenska og UT.

Who am I? Hver er ég? Grunnþáttur; heilbrigði og velferð. Enska

Hver er ég? Unnið fyrir 7. bekk – auðvelt að breyta í 8.-10. bekk og líka fyrir yngri.

kristrunlindKennsluáætlanir fyrir kennara