Námskeið, kennsla og fyrirlestrar

Nemendamiðað enskunám á miðstigi og unglingastigi

Hagnýtt námskeið fyrir kennara á mið- og unglingastigi. Ætlað kennurum sem eru að kenna og vilja gera kennsluna nemendamiðaðri og skemmtilegri. Námskeiðið er hagnýtt að því leyti að hver og einn vinnur sínar kennsluáætlanir á námskeiðinu – fer út í sinni skóla – kennir og kemur til baka til að endurhanna og betrumbæta eigin áætlanir ásamt öðrum þátttakendum. Drög að einstaklingsmiðuðum kennsluáætlunum sem kennarar geta gert að sýnu og sett í framkvæmd í kennslustofunni, fylgja með námskeiðinu.

Viðfangsefni:

 • Að leggja grunnþætti og lykilhæfni aðalnámskrár til grundvallar í tungumálanámi.
 • Fjölbreytta kennsluhætti með það markmið að koma til móts við áhugasvið og þarfir hvers einstaklings með áherslu á framfarir. M.a. verður farið yfir mismunandi Leitaraðferðir, Sjálfstæð skapandi verkefni t.d Sole o.fl., Hópvinnuaðferðir t.d. Mottuaðferðina og Púslaðferðina, Ferilmöppur sem kennsluaðferð og Fjölþrepakennslu.
 • Einstaklingsmiðun í tungumálanámi. Hvernig hægt er að útbúa verkefni þar sem hver og einn fær að vinna á sínu getustigi. Ekki að útbúa 20 mismunandi verkefni fyrir bekkinn, heldur eitt verkefni sem býður uppá 20 mismunandi leiðir til úrvinnslu.
 • Ritun sem aðferð til að kenna orðaforða, málnotkun (málfræði, stafsetningu, punktasetningu) og auka máltilfinningu.
 • Nemendasjálfstæði. Leiðir til valdeflingar nemenda; leyfa þeim að taka þátt í ákvarðanatökum varðandi nám sitt, læra að meta sig sem námsmann og gera sér raunhæfar námsáætlanir. Setja áhersluna á nám en ekki kennslu.
 • Fjölbreytt námsmat með áherslu á leiðsagnarmat. m.a. sjálfsmat, jafningjamat, marklistar (rubrics), sýnimöppur, ferlimöppur, sýningar, uppskeruhátíðir og ritgerðir.
 • Gerð prófa og uppbyggileg yfirferð á þeim, byggir á jákvæðum samskiptum og vaxtarhugafari.

Námsskeiðið fer fram í Símey Þórsstíg 4 – Þrjú skipti, tvær klukkustundir í senn. Verð 18.000.- 

 • Mánudaginn 28. Janúar kl. 16.00 til 18.00
 • Mánudaginn 4. Febrúar kl. 16.00 til 18.00
 • Mánudaginn 17. Febrúar kl. 16.00 til 18.00

Skráning fer fram með því að smella hér.

Kennari: Björk Pálmadóttir, M.Ed í námi og kennslu erlendra tungumála. Nánari upplýsingar í síma 893 6811; eða bjork@trappa.is

Nemendamiðað enskunám á yngsta stigi

Hagnýtt námskeið fyrir kennara á yngsta stigi grunnskólans. Ætlað kennurum sem eru að kenna og vilja gera kennsluna nemendamiðaðri og skemmtilegri. Námskeiðið er hagnýtt að því leyti að hver og einn vinnur sínar kennsluáætlanir á námskeiðinu – fer út í sinni skóla – kennir og kemur til baka til að endurhanna og betrumbæta eigin áætlanir ásamt öðrum þátttakendum. Drög að einstaklingsmiðuðum kennsluáætlunum sem kennarar geta gert að sýnu og sett í framkvæmd í kennslustofunni, fylgja með námskeiðinu.

Viðfangsefni:

  • Að leggja grunnþætti og lykilhæfni aðalnámskrár til grundvallar í tungumálanámi.
  • Að ýta undir jákvæða reynslu og upplifun nemendanna af nýja tungumálinu. Í upphafi er áhersla á leiki, tónlist, rím og söngl.
  • Talað mál og skilningur kemur á undan lestri og skrift.
  • Hvernig finnum við út getu nemandanna og vinnum út frá þeirra getustigi.
  • Að safna verkefnum inn í möppu þar sem nemendur útbúa sína glósubók með myndum og orðum.
  • Mat á þekkingu nemendanna án skriflegra prófa.
  • Aðkoma foreldra að tungumálanámi barna sinna.
  • Ritun í upphafi náms á nýju tungumáli.
  • Veggspjöld sem styðja við námið og nýtast við umræður.
  • Fjölbreytt námsmat með áherslu á sjálfsmat og ígrundun nemenda á námsferlinu og sínum framförum.

Námsskeiðið fer fram í Símey Þórsstíg 4 – Tvö skipti, tvær klukkustundir í senn. Verð 12.000.- 

 • Mánudaginn 4. mars kl. 16.00 til 18.00
 • Mánudaginn 18. mars kl 16.00 til 18.00

Skráning fer fram með því að smella hér.

Kennari: Björk Pálmadóttir, M.Ed í námi og kennslu erlendra tungumála. Nánari upplýsingar í síma 893 6811; eða bjork@trappa.is

kristrunlindNámskeið, kennsla og fyrirlestrar