Thelma Lind Tryggvadóttir

Thelma vinnur með börnum á öllum aldri sem þurfa sértæka aðstoð í námi, við máltöku eða glíma við mikla hegðunarerfiðleika. Thelma hefur unnið sem kennslu-, sérkennslu- og hegðunarráðgjafi hjá Reykjavíkurborg og sinnt stundarkennslu til margra ára í uppeldis- hegðunar- og námskúrsum við sálfræðideild Háskóla Íslands. Hún vinnur með nemendum að mælanlegum markmiðum, skref fyrir skref og hámarka árangur á sem skemmstum tíma með því passa að hver nemandi vinni alltaf með hæfilega krefjandi efni. Lagt er mat á framfarir í hverri kennslustund og sett markmið fyrir þá næstu út frá því. Thelma veitir einnig ráðgjöf við starfsfólk í notkun þessara aðferða svo hægt sé að sinna sértækri kennslu sem flestar stundir með þeim börnum sem á þurfa að halda.

kristrunlindThelma Lind Tryggvadóttir