Aðalheiður Sigurðardóttir

Aðalheiður hefur áralanga reynslu af fyrirlestrahaldi og fræðslu um einhverfurófið og tengslamyndun. Aðalheiður er stofnandi verkefnisins Ég er Unik og hefur í gegnum það verkefni aflað sér mikillar þekkingar á einhverfu, uppeldi og samskiptum. Hún er með B.Sc. í markaðsmálum og M.Sc í stjórnun og er núna í námi hjá EQ-institute í Osló til þess að verða EQ terapeut. Aðalheiður býður upp á samskiptaráðgjöf með fókus á einhverfurófið, t.d. bætt samskipti á milli foreldra og skóla, bætt samskipti á milli barns og fullorðinna, að tækla erfiða hegðun, dýpri skilningur á skynjun einhverfra, að sættast við greininguna – foreldraráðgjöf, að útskýra einhverfu fyrir bekknum og skólaforðun.

userAðalheiður Sigurðardóttir